Matsdagar í nóvember og lok haustannar

Mánudagurinn 6. nóvember og þriðjudagurinn 7. nóvember eru matsdagar.   Matsdagar eru skóladagar ætlaðir  kennurum til að vinna   að námsmati  og nemendum til að vinna  sjálfstætt að verkefnum. Ekki er skráð viðvera  á matsdögum en skólinn er  opinn og kennurum heimilt að boða nemendur í  skólann í tengslum við  námsmat t.d. sjúkrapróf.  Hér má sjá dagskrá sjúkraprófa á matsdögum.  Haustönn í þriggja anna kerfinu lýkur þar með og munu einkunnir birtast á INNU miðvikudaginn 8. nóvember.  Fimmtudaginn 9. nóvember verður einkunnasýning og  verður tímasetning hennar auglýst nánar síðar.  Haustönninni lýkur formlega 10. nóvember og vetrarönn hefst 13. nóvember.