Mætingareftirlit skólans

Á föstudögum fá allir nemendur sent í tölvupósti yfirlit yfir mætingu og skráningu viðveru fyrir vikuna. Þessu yfirliti er m.a. ætlað að gera nemendur meðvitaðri um mætingu sína en ella og skróp ef um slíkt er að ræða. Ef nemendur telja að eitthvað er ranglega skráð eru nemendur hvattir til að ræða strax við viðkomandi kennara um skráninguna. 

Uppgjörsdagar vegna mætingar eru nokkrir  en þá er kannað   hverjir eru undir 85% mætingu og í framhaldi af því fá þeir og forráðamenn (ef þeir eru undir 18 ára) bréf um stöðuna.