Jafnréttisvika í MS

Bl%c3%a6r

Feministafélagið Blær hélt jafnréttisviku þessa fyrstu viku vetrarannar. Þá fengu nemendur kynningu frá Kvennaathvarfinu, kynfræðslu frá Ástráði og Sólborg frá Fávitum og Þorsteinn frá Karlmennskunni héldu erindi fyrir nemendur um staðalímyndir, mörk og samskipti kynja.

Auk þess var jafnrétti fléttað inn í kennslu og skólastarf með ýmsum hætti og Inclusive Progress Pride fánanum var flaggað í fyrsta sinn við MS. Frábær vika að baki!