Innritunarferlið - svör við umsóknum og greiðsla innritunargjalda

Skólinn sendi fyrr í dag gögn til Advania með flokkun skólans á umsóknum þeirra sem sóttu um skólavist í MS. Þar er nemendum raðað í samræmi við inntökureglur sem hægt er að lesa hér á vef skólans. Þegar miðlægri úrvinnslu umsókna er lokið hjá Advania er það Menntamálastofnun sem gefur skólunum heimild til þess að senda þeim  sem fá skólavist svör og setja innritunargjöldin í innheimtu. Með greiðslu innritunargjalda staðfestir nemandi síðan skólavist sína. Engin svör fást frá skólanum um það hverjir fá skólavist fyrr en Menntamálastofnun gefur grænt ljós.