Heimsókn frá Gymnasieskolernes lærerforening

MS fékk í morgun heimsókn frá Gymnasieskolernes lærerforening (GL) sem óskað höfðu eftir því að heyra um breytingarnar sem gerðar hafa verið á MS. Í Danmörku hefur staðið yfir endurskoðun á kerfinu þeirra í framhaldsskólanum og var á fundinum fjallað um það sem er bæði sameiginlegt og ólíkt í þessum tveimur löndum auk þess sem fjallað var um nýja námskrá MS og þriggja anna kerfið sem skólinn starfar eftir.