Heimsókn 24 evrópskra kennara og stjórnenda í MS

Í dag, 24. apríl tökum við í MS á móti 24 evrópskum kennurum og skólastjórnendum sem óskað hafa eftir því að fá fræðslu um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólanum. Gestirnir fara inn í kennslustundir í mismunandi námsgreinum og fá síðan fræðslu um skólastarfið. þar vrður rætt  um kennslufræði MS, nýja þriggja anna kerfið, breytta stokkatöflu, starfendarannsóknir, breytingar á námsmati, áherslu skólans á vægi skapandi greina og fjölmargt annað sem einkennir skólastarfið í MS í dag. Gestir okkar koma frá Búlgaríu, Spáni, Finnlandi, Þýskalandi og Tékklandi.