Gögn um brotthvarf nýnema í MS síðustu árin

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur tekið saman gögn um brotthvarf nýnema í framhaldsskólum á Íslandi. Það er ánægjulegt að greina frá því að Menntaskólinn við Sund stendur afar vel hvað þetta varðar í samanburði við aðra skóla. 


MS20102011201220132014201520162017
Brotthvarf 1,4%2,7%3,2%2,6%4,6%4,5%2,3%0,5%

Brotthvarfið er skilgreint út frá nemendum sem hætta námi í MS án þess að hafa lokið prófi og hefja ekki nám við aðra skóla. Þegar brotthvarfið er þetta lítið geta sveiflur á milli ára verið all nokkrar. Árið 2017 var aðeins einn nýnemi sem var skilgreindur sem brotthvarfsnemandi (0.5%). Ekki er gott að segja til um hvers vegna brotthvarf mælist svona lágt í MS en fjölmargir þættir geta haft þar áhrif. Það er þó ljóst að nýtt þriggja anna kerfi í MS, ný skólanámskrá og mikið eftirlit með nemendum með tilheyrandi utanumhaldi og stuðningi hefur sitt að segja.