Frumkvöðlar MS í Smáralind

Ungir frumkvöðlar í Fyrirtækjasmiðju Menntaskólans við Sund sem stofnað hafa 16 fyrirtæki verða í Smáralind 5. og 6. apríl að kynna og selja vörur sínar. Þar verða einnig frumkvöðlar úr 12 öðrum framhaldsskólum landsins, alls um 550 nemendur. 

Það verður því líf og fjör í Smáralindinni þessa tvo daga og heldur betur tilefni til að kíkja við og sjá hvað þetta hugmyndaríka unga fólk hefur fram að færa!

Sjá nánar um hagfræði í MS: [Hagfræði]