Fróðleikur dagsins: Dagur leikskólans er 6. febrúar

Sjötti febrúar er merkilegur dagur í íslenskri leikskólasögu því þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín og var því fagnað í fyrra á 60 ára afmæli félagsins.  Leikskólakennarar og annað starfsfólk leikskóla hafa á undanförnum árum,  ásamt börnunum, gert daginn eftirminnilegan á margan hátt.  Starfsmenn leikskóla hafa hver og einn valið sína leið til þess að kynna sinn leikskóla í samstarfi við börnin og er fjölbreytnin mikill.