Fróðleikur dagsins

Árið 1976 var hljómsveit sem bar heitið Send að sunnan, starfandi við Menntaskólann við Tjörnina (síðar Menntaskólann við Sund). Gunnar Kristinsson, þá nemandi í  4.T, var hljómborðsleikari þessarar sveitar en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi hennar. Þessi sveit starfaði líklegast í skamman tíma.