Fjórða útgáfa MS af 112 öryggishandbókinni er komin út

Öryggisnefnd Menntaskólans við Sund hefur nú gefið út fjórðu útgáfu af 112, öryggishandbók skólans. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á handbókinni frá fyrri útgáfum og hún bæði aukin og endurbætt. Meðal breytinga má nefna ný kort með flóttaleiðum fyrir öll svæði skólans, nýja rýmingaráætlun, upplýsingar um fyrstu áfallahjálp, leiðbeiningar um notkun hjartastuðtækis og fleira. [sjá nánar]Allt starfsfólk skólans sem og nemendur eru hvattir til þess að kynna sér vel þessa handbók.