Evrópski tungumáladagurinn 26. september

Í tilefni af Evrópska tungumáladeginum 26. september mun hópur nemenda úr MS heimsækja  nemendur í Vogaskóla og kynna fyrir þeim tungumál.  Þetta hefur verið venja undanfarin ár  og hingað til hafa nemendur kynnt dönsku, ensku, frönsku og þýsku en nú hefur spænska bæst í hópinn.