Brautskráning stúdenta 1. desember 2018

Brautskráning stúdenta í lok haustannar 2018 fór fram í skólanum 1. desember á 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Þetta er í fyrsta sinn í sögu skólans sem brautskráning fer fram í skólanum sjálfum og þetta er fyrsti hópurinn sem útskrifast ekki við lok skólaárs. Það voru 13 nemendur sem voru brautskráðir að þessu sinni en einn þeirra gat ekki verið viðstaddur athöfnina.