Alþjóðlegur dagur Downs heilkennis er í dag

Mánudagurinn 21. mars er alþjóðlegur dagur Downs heilkennis. Fólk er hvatt til þess að vekja athygli á málefninu með því að láta raddir fólks með Downs heilkenni heyrast og fræða almenning um stöðu þess í samfélaginu í þeim tilgangi að vinna gegn fordómum. Dagsetningin er táknræn að því leyti að hún vísar til þess að Downs heilkenni er orsakað af auka litning í litningi 21, til staðar eru þrír litningar í stað tveggja.

Alþjóðasamtök um Downs heilkenni hvetja til þess fólk um allan heim standi að viðburðum og fræðslu til að vekja athygli á hversu mikilvæg þátttaka barna og fullorðinna með Downs er í leik og starfi á öllum sviðum þjóðfélagsins. Menntaskólinn við Sund fagnar þessum degi og fjölbreytileikanum.