Ábending vegna nýnemadansleiks

Að gefnu tilefni vill skólinn ítreka að ekki er tekin ábyrgð á eigum nemenda í tengslum við dansleiki skólans.  Gæsla er í höndum Go Security og er leitað á öllum nemendum við innganginn.  Nemendur bera sjálfir ábyrgð á eigum sínum þegar þeir mæta á dansleik.  Þetta á sérstaklega við um rafrettur, tóbak og annað sem ekki á erindi á skóladansleiki.  Nemendafélagið og starfsmenn skólans gera sitt besta til að halda utan um óskilamuni sem gæslan kemur áleiðis en skólinn tekur ekki ábyrgð á óskilamunum og  munum sem glatast. Því er mikilvægt að nemendur passi vel upp á verðmæti og virði reglur.