Þróunarverkefni styrkt af skólanum

SKólinn hefur undanfarin ár stutt við þróunarstarf í skólanum með því að taka frá fjármuni til að styrkja við þróunarstarf í MS sem er í samræmi við áherslur skólans hverju sinni. Sótt er um styrkina  á sérstökum eyðublöðum og afgreiðsla umsókna fer fram í samstarfsnefnd MS og félagsmanna í KÍ. 

Fyrri úthlutun 2017 – 2018

  • Eðlisfræði Jón Ingi Unndórsson. Þróa kennsluefni með verkefnablöðum fyrir EÐLI3EM Eðlisfræði mannsins með áherslu á virkni nemenda og leiðsagnarmat.
  • Félagsfræði Hjördís Þorgeirsdóttir. Þróa verkefnavinnu og leiðsagnarnám í FÉLA2KR05 með áherslu á að hlusta á raddir nemenda og þróa sjálfsmat og jafningjamat í samráði við nemendur og prófa Alfa – beta-gamma aðferð ÁÁ.
  • Félagsfræði Þórunn Steindórsdóttir og Tinna Eiríksdóttir. Þróa og aðlaga FÉLA2ES05 að nýju þriggja anna kerfi. Útbúa verkefni, nýtt námsmat með sjálfsmati, jafningjamati og matskvörðum og notast við fjölbreytta kennsluhætti.
  • Félagsfræði Þórunn Steindórsdóttir. Aðlaga FÉLA3AF05 að nýju þriggja anna kerfi. Þróa verkefni og námsmat í samræmi við stefnu skólans um kennslufræði um virkni og ábyrgð nemenda með fjölbreyttum verkefnum og násmati byggðu á leiðsagnarmati.
  • Íslenska Hjördís Alda Hreiðarsdóttir og Sigurrós Erlingsdóttir. Útbúa hugtakabanka í formi kennslumyndbanda um gerð ritsmíða. Nýtist sérstaklega í kennslu ÍSLE2LR05 en einnig öðrum áföngum.
  • Íslenska Rannveig Hulda Ólafsdóttir og Jóna G. Torfadóttir. Þróa og útfæra ÍSLE3MS05 Mál og samfélag með áherslu á fjölbreytt einst., para- og hópverkefni ásamt einstaklings dagbókum, og fjölbreyttu námsmati.
  • Íslenska Steinunn Egilsdóttir. Þróun áfangans ÍSLE3TS05 Tjáning og samskipti með áherslu á þróun námsefnis, verkefna, leiðsagnarmats og styrkja samskipti skólans við atvinnulífið og nemenda við samfélagið.
  • Saga Lóa S. Kristjánsdóttir. Þróa SAGA3MM05 Sagan í máli og myndum með það að markmiði að tileinka okkur lykilhæfni sem sett eru fram í Aðalnámskrá framhaldsskólans.
  • Stærðfræði Ileana Manolescu. Þróun verkefnabundins náms í áfanganum STÆR3HE05 Heildunaraðferðir með samningu 10 verkefna. Áherslan er á að auka virkni nemenda og sjálfsábyrgð nemenda í námi sínu.

Seinni úthlutun 2017 – 2018

Síðast uppfært: 04.12.2018