Starfendarannsóknir í MS
Starfendarannsóknir hófust í MS haustið 2005 og hafa þær síðan þá verið fastur hluti af skólastarfi í Menntaskólanum við Sund. Það hefur verið 10-25 manna hópur starfandi á þessu sviði á hverju ári síðan þá. Verkefnisstjóri starfendarannsókna í MS er Sigurrós Erlingsdóttir, íslenskukennari, og ytri ráðgjafi hópsins er Guðrún Ragnarsdóttir, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Hér á vef skólans má finna ýmsar upplýsingar um starfendarannsóknir í MS svo sem skýrslur um starfið sem og kynningar á einstökum rannsóknum auk upplýsinga um þátttakendur í þessum rannsóknum.
Síðast uppfært: 13.12.2022
Undirsíður:
Verkefni og kynningar á starfendarannsóknum í MS