Menntaskólinn við Sund tekur þátt í fjölbreyttu erlendu samstarfi og samstarfsverkefnum. Markmiðin með erlendu samstarfi eru að efla nám nemenda og starfsþróun starfsfólks og víkka sjóndeildarhring allra bæði nemenda og starfsfólks.
Verkefnisstjóri um erlent samstarf sér um erlendu samstarfsverkefnin í samstarfi við rektor og konrektor MS. Verkefnisstjóri skólaárið 2021-2022 er Hjördís Þorgeirsdóttir, félagsfræðikennari.
Hér til hliðar má finna markmið með aðild MS að Erasmus+ samningi 2021-2027 og lýsingu á erlendum samstarfsverkefnum.
Síðast uppfært: 07.01.2022